26. mars 2010

Eylands-þing á Hvanneyri 8. maí nk.

Laugardaginn 8. maí nk. munu Landbúnaðarsafn Íslands og Bændasamtök Íslands efna til Eylands-þings á Hvanneyri. Með þinginu á að minnast starfa Árna G Eylands að nýsköpun landbúnaðar á Íslandi á síðustu öld og heiðra minningu hans.

 

Árni G. Eylands (sem við sjáum á myndinni stýra plógi í Mosfellsdal fyrir réttum 80 árum) kom að mörgum sviðum ráðgjafar á sviði landbúnaðar, einkum þó þeim er lutu að tæknivæðingu búverka. Með henni varð bændum kleift að mæta hinum miklu þjóðlífsbreytingum og létta bústörfin til stórra muna.

 

Við munum greina nánar frá Eylands-þingi og dagskrá þess er nær dregur því.