19. apríl 2010

Samstöðu- og baráttukveðjur

Íslenska búnaðarsagan er vörðuð atburðum líkum þeim er nú verða í nágrenni Eyjafjallajökuls. Engin tækni leysir okkur undan þeim duttlungum náttúrunnar. Í besta falli kann tæknin að auðvelda glímuna við afleiðingar hamfaranna.

 

Búnaðarsagan geymir líka ráð og reynslu, sem nýtst getur í baráttuöflin og áhrif þeirra. Ráðum þeim og reynslunni er mikilvægt að safna; greina hana og eiga tiltæka þegar upp koma slíkar hamfarir.

 

Eðli landsins fær nú útrás; landsins sem okkur var lánað til nýtingar og vörslu. Því ber okkur sameinuðum að leggja þeim lið er nú verða fyrir búsifjum.

 

Landbúnaðarsafn Íslands sendir þeim öllum samstöðu- og baráttukveðjur.

 

Vonandi linnir þessum  ósköpum von bráðar svo blómlegar sveitir megi aftur taka til við að undirbúa komu vors og gróanda.