22. apríl 2010

Gleðilegt sumar !

 

Ljósið loftin fyllir,

og loftin verða blá.

Vorið tánum tyllir

tindana á.

 

Dagarnir lengjast,

og dimman flýr í sjó.

Bráðum syngur lóa

í brekku og mó.

 

Og lambagrasið ljósa

litkar mel og barð.

Og sóleyjar spretta

sunnan við garð. ­­­

 

Bráðum glóey gyllir

geimana blá.

Vorið tánum tyllir

tindana á. 

 

                 Þorsteinn Gíslason