1. maí 2010

Eylands-þing á Hvanneyri 8. maí nk.

Laugardaginn 8. maí nk. verður Eylands-þing haldið á Hvanneyri. Með þinginu á að minnast Árna G. Eylands og starfs hans sem eins helsta frumkvöðuls tæknivæðingar og nýrra verkhátta í sveitum á 20. öld. Landbúnaðarsafn Íslands og Bændasamtök Íslands standa að þinginu.

 

Árni G Eylands stóð hvað fremstur í hópi þeirra er ruddu vélum og vélvæddri verktækni braut í sveitum. Eftir hann liggur mikið efni, m.a. bókin Búvélar og ræktun, sem er einstakt heimildarit um bútækni hérlendis á fyrri helft síðustu aldar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagskrá þingsins er þannig:

 

·         Kl. 13-13.10 Ávarp: Jón Bjarnason landb.- og sjávarútvegsráðherra

·         Kl. 13.10-13.35: Einstaklingurinn Árni G. Eylands: Jóhannes og Þórunn Reykdal

·         Kl. 13.35-14.35: Búnaðarfrömuðurinn Árni G. Eylands:

    • Bjarni Guðmundsson
    • Eiríkur Blöndal
    • Magnús Sigsteinsson  

·         Kl. 14.40.-15.00: Skáldið og hugsjónamaðurinn Árni G. Eylands: Bjarni E. Guðleifsson

 

·         Kl. 15.00-15.10: Afhending bókasafns Árna G. Eylands: Haraldur Benediktsson form. Bændasamtaka Íslands

 

·         Kl. 15.10-15.45: Síðdegishressing

·        Kl. 16.00 – 16.30: Stutt Eylands-ganga um Landbúnaðarsafnið.

 

Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ og formaður stjórnar Landbúnaðarsafns Íslands stjórnar dagskránni.

 

Öllum er heimil ókeypis þátttaka í þinginu að því marki er húsrúm leyfir.

Þingið fer fram í Ásgarði - aðalbyggingu LbhÍ á Hvanneyri.