2. júní 2010

Þekkir þú býlið og fólkið?

Meðfylgjandi ljósmynd tók Guðni Þórðarson blaðamaður líklega um miðja síðustu öld. Þetta er ein margra ágætra þjóðlífsmynda sem hann tók og eru nú í safni hans í Ljósmyndasafni Íslands.

 

Þekkir einhver býlið þar sem myndin er tekin og fólkið, sem þarna er að heyskap? Heimsíðungur hefur grun um að myndin sé tekin í fallegri sveit við Faxaflóa en er þó ekki viss.  

 

 

Ef þú telur þig þekkja til myndefnisins bið ég þig vinsamlegast að hafa samband við heimsíðung, Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri í síma 894 6368, eða í  tölvupóstinum bjarnig@lbhi.is

 

Fyrirfram þakkir.