6. júní 2010

Ferguson komin í bókabúðir á ný!

Þessa dagana er verið að dreifa í bókabúðir 2. prentun bókarinnar ... og svo kom Ferguson en bókin varð uppseld þar um síðustu áramót.

 

Bókin er nú einnig til sölu á sérstöku verði í Landbúnaðarsafni. Safnið nýtur tekna af sölu bókarinnar.

 

 

Það er bókaútgáfan Uppheimar (www.uppheimar.is ) sem gefur bókina út.

 

Nokkuð hefur verið um bókina spurt af erlendum aðilum, m.a. hvort fáanleg verði á ensku. Það verður ekki í bráð enda bókin eingöngu hugsuð fyrir íslenskan markað. Ríkulegt myndefni bókarinnar léttir erlendingum hins vegar að njóta hennar.

 

Höfundur bókarinnar þakkar landsmönnum, og þá einkum og sérílagi öllum sveitamönnum í borg, bæjum og sveitum, einstaklega góðar viðtökur. Þær hvetja til frekari verka að menningarvarðveislu á þessu sviði.