5. ágúst 2010

Þekkir þú mennina á myndunum?

Að þessu sinni biðjum við ykkur um aðstoð við greiningu tveggja ljósmynda. Báðar tók Ólafur Guðmundsson á Hvanneyri, líklega á árunum 1955-1960.

 

Við þekkjum hvorki tökustaði né heldur mennina sem á myndunum eru. Okkur væri fengur að ábendingum. Síminn er 894 63 68 og netfangið bjarni@lbhi.is

 

Fyrri myndin sýnir mann að breiða hey úr sláttumúgum með Farmal og snúningsvél þeirrar tíðar. Bæjarhús og landslag að baki gætu hjálpað til við staðsetningu myndarinnar.

 

 

 

 

 

 

Seinni myndin sýnir mann slá í vothey með þýskum Farmal og Taarup-sláttutætara í súldarveðri. Fyrstu tillögur hafa hallast að því að amk ekillinn sé borgfirskur - við erum þó engan veginn viss.

 

Allar ábendingar eru vel þegnar. Vinsamlegast sýnið líklegum heimildarmönnum myndirnar.