10. nóvember 2010

Fyrirlestur um forntraktora

Þriðjudaginn 16. nóvember nk. efnir Ferguson-félagið til fundar í Tækniskólanum við Skólavörðuholt (Iðnskólanum).  Þar mun Bjarni Guðmundsson verkefnisstjóri Landbúnaðarsafns halda erindi sem hann kallar Af forverum Ferguson á Íslandi: Voru W4-Nallarnir fyrstu heimilisdráttarvélarnar?

 

Nánar má um fundinn fræðast á hinni ágætu heimasíðu Ferguson-manna  http://www.ferguson-felagid.com/

 

 

McCormick-Deering W4 varð hérlendis arftaki gömlu IHC-traktoranna (10-20) og Fordson eiginlega líka. W4 boðaði með ýmsum tæknikostum sínum nýja tíð í vélvæðingu íslenskra sveita.

 

Það var hins vegar hlutskipti þeirra að lenda undir annarri bylgju vélvæðingarinnar sem var rétt í þann mund að rísa.

 

W4-dráttarvélarnar áttu því eiginlega stuttan millikafla í tæknisymfóníu sveitanna, en merkilegan þó eins og rætt verður í erindinu.

 

Erindið verður að miklu leyti byggt á myndum úr sögu W4 í íslenskum sveitum....