18. desember 2010

Grár Ferguson til sölu ...

Fyrir þann sem nú gengur um stræti og stéttar í örvinlan og finnur ekki gjöfina handa honum/henni sem á allt en kann að hafa gaman að því að rifja upp þá tíð þegar orfin og hrífan voru að víkja, öllum til vinnuléttis - voru að víkja fyrir grárri og suðandi dráttarvél sem komin var alla leið sunnan úr Koventrí, hvar áður höfðu verið smíðaðar hraðfleygar vígvélar til brúks í blóðugu stríði þjóðanna... 

 

- ... fyrir þá skal nefnt að 2. prentun bókarinnar ... og svo kom Ferguson er nú til sölu hjá Landbúnaðarsafni Íslands á sérlega hagstæðu verði.

 

Séu bókarkaupin gerð þar rennur andvirðið til eflingar safninu, þannig að flugurnar eru tvær sem með framtakinu eru slegnar. Það nægir að hringja í GSM 844 7740 .... eða senda tölvupóst á bjarnig@lbhi.is