18. mars 2011

Fræðsluerindi um W4 á Akureyri í samvinnu við Fergusonfélagið

Næstkomandi þriðjudag heldur Bjarni Guðmundsson, ábyrgðarmaður Landbúnaðarsafns, fræðsluerindi á Akureyri um IHC W4 dráttarvélina og skyldvéli hennar, sjá með fylgjandi auglýsingu.

 

Um er að ræða samstarfsverkefni safnsins og Ferguson-félagsins því við sama tækifæri mun Sigurður Skarphéðinsson kynna félagið Norðlendingum.

 

Með þessu móti á að stuðla að nokkru jafnvægi í byggð landsins hvað snertir forntraktorafróðleik og tækifæri til þess að fjalla um hann á jafningjagrunni.  Vart þarf að taka fram að allir eru velkomnir á Akureyrarfundinn - á meðan húsrúm leyfir.