8. maí 2011

Aðalfundur Landbúnaðarsafns Íslands ses

Aðalfundur sjálfseignarstofnunarinnar Landbúnaðarsafn Íslands var haldinn hér á Hvanneyri þann 28. apríl sl. Hann var jafnframt fyrsti fundur nýrrar stjórnar. Skipunartími hennar er fjögur ár.

 

Fundinn sátu bæði aðal- og varamenn. Aðalstjórn skipa þau Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ (form.), Haraldur Benediktsson fltr. BÍ, Ragnar Frank Kristjánsson fltr. Borgarbyggðar, Lilja Árnadóttir fltr. þjóðminjavarðar og Sigríður Jónsdóttir, fltr. landb.ráðherra.

 

Ársreikningur sjálfseignarstofnunarinnar fyrir árið 2010 var ræddur og samþykktur. Rekstrartekjur ársins námu 24,725 mkr. og var rekstrarhagnaður kr. 180.201,- Eigið fé í árslok var 1.679.082,- auk stofnfjár sem er kr. 1.000.000,-

 

Gjaldkeri er Ásdís B. Geirdal en gerð ársreikninga annast Kristín Siemsen. Rúnar Hálfdanarson er stjórnarkjörinn skoðunarmaður ársreikninga.

 

Stjórnin fjallaði um rekstraráætlun ársins 2011 svo og stefnumörkun þess fyrir tímabilið 2011-2014. Verður stefnumörkunin unnin áfram og tekinn til afgreiðslu síðar á árinu.

 

Stjórnarmenn heimsóttu Halldórsfjós í fundarlok og litu þar á áform og framkvæmdir.