14. júlí 2011

Fyrstu Nallarnir koma að Hvanneyri

Þótt sólin hefði ekki til að skína samfellt á Hvanneyri í dag taldi hún ekki eftir sér að halda þar uppi 18°C hita.

 

Gestkvæmt var: Þrjátíu Hreppamenn komu og var m.a. skellt á smá námsstefnu um Eylandsljái, kappslátt, hestaslátt, þúfnabana og jarðýtur heimsíðungi til mikils fróðleiks.

 

Þrjátíu og fimm Þjóðverjar komu og litu m.a. á landa sinn: jötuninn frá Heinrich Lanz í Mannheim, sem sýndi Íslendingum að eyða mátti þúfum með vélum.

 

En ....

 

... svo komu fyrstu Nallarnir sem munu á laugardaginn gleðja augu gesta á Farmal-fagnaði.

 

Vélameistararnir Jóhannes Ellertsson og Erlendur Sigurðsson hafa síðan pússað og trekkt upp heima-Nalla, sem heldur ætla ekki að láta sitt eftir liggja hvað þokka snertir...

 

...og við endurtökum að allar fornvélar eru velkomnar. Veðurspáin er hagstæð, sbr. www.vedur.is