1. ágúst 2011

W-4 sæti úr sögulegu efni

Á nýhöldnum Farmal-fagnaði vakti athygli IHC dráttarvél af gerðinni W-4 sem Jónas á Bjarteyjarsandi við Hvalfjörð hefur verið að gera upp. Hún mun vera af árgerðinni 1943 - listilega vel unnin, enda hlaut hún fegurðarviðurkenningu á fagnaðinum svo sem áður hefur verið sagt frá.

Jónas hafði ekki fullokið ætlunarverki sínu; átti m.a. eftir að koma fyrir hinu rétta sæti. Hann dó ekki ráðalaus þá frekar en fyrri daginn og leysti málið frumlega svo sem nú skal greina:

 

Í fórum sínum átti Jónas eldfornan strigapoka undan norskum kalksalpétri sem hann súrraði í sætis stað með gömlu reipi. Ekki er hægt að segja annað en samræmi væri í aldri og gerð efnanna sem notuð voru og dráttarvélarinnar. Svo hafði sætið þann góða kost að auk að vera mjúkt. 

 

Fyrir hönd Landbúnaðarsafns drep-öfundar heimsíðungur Jónas á Bjarteyjarsandi vegna áburðapokans.

 

Safnið vantar nefnilega svona poka sem fulltrúa þeirrar nýungar sem tilbúinn norskur köfnunarefnisáburður (kalksalpétur) var á sinni tíð í íslenskum sveitum:

 

15,5% köfnunarefni hafði hann, 50 kg vóg pokinn. Og efnið var framleitt hjá Rafmagnsköfnunarefnishlutafélagi Norsk Hydro í Osló í Norig.

 

Og svo var tekið fram að ekki mætti nota króka.

 

Ef einhver á svona poka þiggjum við þá með þökkum, sem og aðrar gamlar og vel geymdar umbúðir áburðar og annarra aðfanga búrekstrar.

 

Ljósmyndirnar tók Ásdís Helga Bjarnadóttir.

 

 

 

 

fgiouygouiygoiugy