16. ágúst 2011

Gert til kola - Ör-kolagerð í ágúst

Lesendur eru eiginlega beðnir nokkurrar afsökunar á þessum pistli, mest vegna þess að hann er bæði á persónulegum nótum en líka einkennist hann af fikti sem virðulegt safn, rekið að hluta fyrir opinbert fé, hlýtur að gæta hófs við.

 

En flest mannanna verk hafa verið fikt sem þróast hefur í tímanna rás.

 

Heimsíðungur hefur lengi haft óstjórnlega löngun til þess að gera til kola, sem var lífsnauðsynlegt verk á mörgum bæjum áður en Torfi Bjarnason datt ofan á ensku ljáblöðin úti í Skotlandi fyrir 144 árum.

 

Ör-kolagerðartilraunin sem sagt er frá á meðfylgjandi skrá  var gerð til þess að svala þessari löngun - og þá einmitt á Ári skóga 2011 http://arskoga2011.is/tag/ar-skoga/ sem nú stendur. (Bendlaðu lituðu textana til þess að kalla skrárnar fram).

 

Tekið er fram að hér eru engin vísindi á ferð né heldur byggt á fræðum öðrum en þeirri heimild sem til er vísað.

 

Reynslusögur annarra eru sem og ábendingar/athugasemdir vel þegnar á bjarnig@lbhi.is