8. september 2011

160 ára hestaplógur á málþingi

Jæja, gott fólk. Minnt er á málþingið um Guðmund Ólafsson jarðyrkjumann, sem haldið verður að Fitjum í Skorradal á laugardaginn kemur, 10. sept.. Það mun hefjast kl. 14. Sjá fyrri fréttir hér á síðunni.

 

Á málþinginu mun verða til sýnis plógurinn Guðmundar, en Guðmundur var m.a. frumkvöðull í plægingum hérlendis. Plógurinn er danskur að uppruna og fagnar 160 ára afmæli í ár. Háan aldur sinn á plógurinn fjölskyldunni á Fitjum að þakka.

 

Sjáumst á málþinginu: fróðleikur, tónlist og náttúrufegurð munu þar blandast saman í 2,5 klst dagskrá.