29. september 2011

Af hestasláttumönnum

Minnuga rekur minni til þess að hér um síðuna höfum við verið að safna fróðleik um vélslátt með hestum. Til þess höfum við notað spurningaskrá sem átti að vera finnanleg hér á síðunni.

 

Glöggur heimildarmaður vakti athygli okkar á því að sú krækja virkaði ekki lengur. Heimsíðungur er ekki viss um að það sé ríkisstjórninni að kenna, eins og annað sem upp á dálpar, að því er fjölmiðlar og VSÍ herma - miklu fremur að það sé bara heimagert klúður.

 

Nú er sem sagt gerð tilraun til þess að bæta úr og lagfæra - þannig að spurningaskrána megi finna hér.

 

Það er annars að frétta af heimildaöfluninni að hægt og sígandi safnast okkur fróðleikur. Raunar kemur hann úr ótrúlegustu áttum. Enn eru það undra margir sem til verka þessara þekkja.

 

Við erum þakklát fyrir hvers konar fróðleik um verkið - mikinn eða lítinn eftir hætti: margt smátt gerir nefnilega eitt stórt.