8. október 2011

Jötunn Vélar ehf leggja Landbúnaðarsafni lið

Í september-lok sl. heimsóttu starfsmenn Jötunn Véla á Selfossi og makar þeirra Borgarfjörð. Eftir hringferð um hérað kom hópurinn við í Landbúnaðsafninu og skoðaði það rækilega.

 

Við það tækifæri færði fyrirtækið Landbúnaðarsafninu góðan styrk sem gefur safninu færi á því að sinna ónefndri tegund heimsfrægra dráttarvéla af nokkrum myndarskap áfram.

 

 

Meðfylgjandi mynd og fylgimynd hennar (blikið á myndina) eru frá afhendingu styrksins á Hvanneyrarhlaði. Það er Rauðsendingurinn Magnús Marísson, fulltrúi Jötunn Véla, sem afhendir ábyrgðarmanni safnins styrkinn.

 

Jötunn Vélar ehf eru umsvifamikið fyrirtæki í þjónustu bænda, eins og nánar má fræðast um á heimasíðu fyrirtækisins www.jotunn.is

 

Landbúnaðarsafn þakkar Jötunn Vélum stuðning við safnið, sem er raunar ekki sá fyrsti í sögu fyrirtækisins eða forvera þess.