30. október 2011

Skarfað um fornvélar með Skagfirðingum

Á dögunum boðaði Ferguson-félagið til fundar að Ljósheimum í Skagafirði, eins og áður var auglýst hér á síðunni. Þangað steðjuðum við Sigurður Skarphéðinsson, Mr. Ferguson Íslands, og heimsíðungur.

 

Til fundar komu á fjórða tug Skagfirðinga. Siggi sagði frá félaginu, sem og viðgerðaþjónustu Dráttarvéla hf um landsbyggðina hér á árum áður, og heimsíðungur hélt myndskraf um fræga forntraktora.

 

Frásögn af fundinum hefur nú birst á heimasíðu Ferguson-félagsins www.ferguson-felagid.com

 

Ferguson-félagið verðskuldar lof og prís fyrir að hafa þannig forgöngu um kynningu málefnisins um landsbyggðina, en þetta er ekki fyrsti fundurinn sem þar er haldinn.

 

Fornvélaáhugamenn eru dreifðir um allt land, og þeim er ekki öllum auðvelt að sækja jafningjafræðslu til Reykjavíkur.

 

Heimsíðungi heyrist að Fergsyningar ætli ekki að láta hér staðar numið í fundarhöldum í dreifðari byggðum landsins.