6. nóvember 2011

Hvar er þessi mynd tekin?

Heimildarmaður Landbúnaðarsafns sendi okkur þessa ljósmynd. Þar er slegið með að því er best verður séð Herkules-hestasláttuvél, líklega eldri gerð hennar. Við höldum að þarna sé verið að slá grænfóðurhafra (eða -bygg). Giskum á að myndin hafi verið tekin um eða skömmu fyrir 1940?

Málið er hins vegar það að fyrir okkur þvælist hvar myndin er tekin. Ljósmyndarinn hét Finnjón Mósesson (1896-1962).

 

Getur þú, ágæti lesandi, séð hvaðan myndin er?

 

Og svo minnum við enn á spurningalistann okkar um hestasláttinn. Aðeins hafa komið fyrirspurnir um hann undanfarið.

 

Við heitum á hvern þann sem lagt getur lið og vill leggja okkur lið að gera það, nóvember er fínn mánuður til slíkra verka.