28. desember 2011

Nýárskveðja frá Landbúnaðarsafni

Landbúnaðarsafn Íslands sendir samstarfsaðilum, velvildarmönnum og öllum gestum safnsins á árinu 2011 þakkir fyrir samstarf, velvild og heimsóknir á því ári.

 

 

Safnið óskar öllum iðjusemi og farsældar á árinu 2012.

 

 

Með hverri stund bætum við steini í hleðslu sögunnar, stórum eða smáum eftir atvikum. Sumir standa lengi, óháð stærð, aðrir hrynja fljótt úr hleðslunni: það fer eftir því hve vel við veljum/lögum steininn og því hversu haganlega við komum honum fyrir.

 

Hleðslumaðurinn á meðfylgjandi mynd reynir að vanda verk sitt ...

 

Gleðilegt ár 2012.

 

Bjarni Guðmundsson

ábyrgðarmaður Landbúnaðarsafns Íslands ses

 

ES:

Það hefur skapast sú venja að helga hvert ár tilteknu viðfangsefni.

Nú erum við t.d. að kveðja ár Nallans.

Tilkynnt verður í næstu viku hvert verður einkenni ársins 2012 ...