28. janúar 2012

Komdu með rétta öld aftur í tímann!

1912: Það er árið sem aðflutningur áfengis var bannaður, ÍSÍ var stofnað, Kristján X tók við ríki og Nýja bíó hóf starfsemi sína.

 

Í Andakíl eru mannaferðir óvenju miklar; stærri og minni hópar manna á ferð, sumir gangandi, aðrir ríðandi. Ferjumenn við Hvítá fara óvenju margar ferðir á kænum sínum.

Það virðist gott ferðafæri, lítill snjór á jörðu en sennilega hafa vetrarkuldar gengið; ætli hann hafi ekki lengið í norðanáttum?

 

Menn stefna að Hvanneyri. Hvað stendur til þar?

 

Það er í vændum merkilegur atburður á Hvanneyri, endurtekinn frá árinu á undan; hann tókst svo vel þá. En nú hefur aðstaða til mannamóta batnað svo á Hvanneyri að leikinn skal endurtaka, en með mun meiri viðhöfn.

 

Viðburðurinn verður hluti búnaðarsögunnar, áfangi í því að marka sókn til nýrra tíma - framfara við heimastjórn sem óðum er að finna fjölina sína.

 

Við lesum nánar um atburðinn á heimasíðu Landbúnaðarháskólans

 

http://www.lbhi.is/Pages/2354?preview=true