24. febrúar 2012

Ekkert hefur til hans spurst ...

Við lýstum eftir upplýsingum á dögunum um grip einn, sjá "fréttina" hér næst á undan. Sama virðist eiga við um hann og höfund Njálu: Óþekktur.

 

Enginn hefur gefið sig fram sem við hann kannast eða viðlíka gripi. Af því ráðum við að gripurinn hafi verið næsta sjaldgæfur, ef ekki einstakur.

 

Við munum samt halda áfram að spyrjast fyrir um gripinn - þó ekki væri af öðru en þekktum þráa okkar.  Við munum m.a. gera það á Atvinnusýningu Rotary-klúbbs Borgarness í Hjálmakletti í Borgarnesi á morgun, kl. 13-17. Þar mun Landbúnaðarsafnið kynna starfsemi sína.

 

Sýningin er haldin í tilefni 6tugs afmælis Rotary-klúbbsins á þessu ári.