21. mars 2012

Mannvist - bók sem mælt er með!

Að þessu sinni ætlar heimsíðungur ekki að skrifa langan texta. Þess þarf ekki.

 

Tækifærið er notað til þess að vekja athygli á bókinni Mannvist - sýnisbók íslenskra fornleifa sem út kom fyrir síðustu jól.

 

Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur er aðalhöfundur bókarinnar. Opna gefur bókina út (www.opna.is ).

 

 

 

Heimsíðungi þykir sérstök ástæða til þess að benda á fjöllun bókarinnar um það sem tengist íslensku menningarlandslagi (kulturlandskap), en margt það varðar landbúnaðarsöguna með einum eða öðrum hætti.

 

Heimsíðungi þykir að þessi bók ætti að vera til á hverju heimili og mætti þar standa t.d. við hlið bókar sr. Jónasar frá Hrafnagili: Íslenskir þjóðhættir.

 

Um bókina hefur víða verið fjallað og alls staðar á einn veg. Borið er lof á hana. Hér má t.d. benda á umfjöllunina á heimasíðunni

http://www.pressan.is/Menningarpressan/Lesa_Bokmenntir/synisbok-islenskra-fornleifa---mannvist