21. apríl 2012

Gagnmerkar dráttarvélar í Gerðubergi - bókaspjall þar

Gleðilegt sumar!

Næstkomandi miðvikudagskvöld verður heimsíðungur með bókaspjall í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík: "Þetta er dynur hins nýja tíma, Þuríður mín" kallast spjallið en titillinn er sóttur norður í Þistilfjörð, nánar tiltekið í Svalbarðshrepp fyrir meira en 80 árum.

 

Gerðuberg er afar merkilegur staður -  félagsheimili og listamiðstöð á söguríkum stað í höfuðborg okkar. Heimsíðungi þykir afar vænt um að fá að spjalla þar ögn um fornvélar og fornvélabókmenntir, sem er vaxandi bókmenntagrein á heimsvísu.

 

Um  spjallið sjálft má nánar lesa á heimasíðu Gerðubergs:

 

http://www.gerduberg.is/desktopdefault.aspx/tabid-3685/5623_view-5156

 

Sjáumst í Gerðubergi!