29. maí 2012

Ellefu hundruð gestir

Frá áramótum til maíloka horfir í að gestir Landbúnaðarsafns nái 1100 að tölu. Þorri þeirra hefur verið í skipulegum hópferðum: nemendahópar, starfsmannahópar, félög og klúbbar af ýmsu slagi.

 

Langflestir gestanna eru Íslendingar, en erlendir hópar hafa litið við: háskólahópar frá USA og Norðurlöndum, norrænir bændur og embættismenn af nokkrum tegundum og síðan Jaris-fólkið svonefnda, sem líka eru aufúsugestir, enda jafnan mjög áhugasamir og vel undirbúnir ferðamenn sem nýta Íslands-ferðina vel.

 

Flestir hópanna hafa einnig fengið kynningu á stað og skóla svo og íslenskum landbúnaði eftir því sem við hefur átt og óskað hefur verið eftir.

 

Nú tekur við sumartíðin og þá er Landbúnaðarsafnið opið daglega kl. 12-17, framan af sumri í góðri ummönnun starfsmanna Ullarselsins, en þangað geta gestir safnins snúið sér, og litið á íslenskt gæðahandverk í leiðinni. Af vörum Ullarselsins verður enginn svikinn...

 

Panta má safnheimsókn með leiðsögn í síma safnsins, 844 7740