7. júlí 2012

Safnadagurinn á Hvanneyri - á morgun 8. júlí

Minnt er á Safnadaginn á Hvanneyri á morgun, sjá fyrri fréttir um hann, hér á síðunni og víðar.

 

Dagurinn hleður utan á sig, því auk þess að Safnið verður opið gestum án aðgangseyris kl. 12-17, Mjólkursagnagöngunnar kl. 14 og þess að fram fer hjá Ullarselinu landskeppnin Ull í fat  hefur nú bæst

 

Markaðsdagur áhugafólks í Halldórsfjósi ...

 

... auk þess sem óstaðfestar fregnir herma að Fornbílamenn úr Rvík muni renna við á staðnum á 4. tímanum.

 

Ekki síst má svo minna á Vöfflukaffið í Skemmunni kl. 14-17, sem kvenfélagskonur byggðarlagsins standa fyrir af alkunnum myndarskap.

 

Verið velkomin að Hvanneyri á Safnadaginn (sem aðra daga!).