22. nóvember 2012

Safnið gerir samninga við Fornbílafjelagið

Nýlega voru undirritaðir samningar Landbúnaðarsafns og Fornbílafjelags Borgarfjarðar. Varða þeir samstarf aðilanna að ýmsum skemmtilegum málum, varðveislu og sýningu merkrar Ford-fólksbifreiðar (1927 - sjá meðf. mynd) í eigu safnsins í húsnæði  Fornbílafjelagsins í Borgarnesi og loks varðveislu "Hvanneyrar-Grána" sem svo hefur verið nefndur eftir eldri bíl sem var á Hvanneyri.

 

Samningana undirrituðu þeir Ólafur Helgason fyrir hönd Fornbílafjelagsins og Bjarni Guðmundsson fyrir hönd Landbúnaðarsafns, sjá hér.

 

 

Samningarnir lýsa vilja safnsins að eiga samstarf við aðila sem vinna að svipuðum verkum.

 

Fornbílafjelagið hefur opnað glæsilega sýningarsali sína í fyrrum sláturhúsi Kaupfélags Borgfirðinga.

 

Nú er tvöföld ástæða til menningarreisu um/í Borgarfjörð: að skoða fornbíla og önnur djásn Samgöngusafnsins í Borgarnesi og renna síðan upp að Hvanneyri og kíkja á forntraktora og hvers kyns tækni sveitanna frá síðustu öld.