19. desember 2012

Hátíðakveðjur frá safninu

Að þessu sinni verður pistill dagsins stuttur en innihaldsríkur:

 

 

Þjóðfræði utanstokks- en innangarðsbúskapar verða látin liggja á milli hluta.

 

Hins vegar skal öllum föstum lesendum þessarar síðu, sem og hinum, er inn á hana koma stöku sinnum, fyrir sakir lukku eða víðtækrar og árangursríkrar leitar, færðar góðar hátíðaóskir.

 

Bestu þakkir fyrir margvísleg samskipti á árinu sem er að kveðja.

 

 

Lifið heil

 

Bjarni Guðmundsson

Landbúnaðarsafni Íslands

Hvanneyri