12. janúar 2013

Sláturfélag Suðurlands - Fyrirtæki ársins 2013

Frá því snemma á þessari öld hefur Landbúnaðarsafn haft það fyrir sið að bjóða einu virtu fyrirtæki að eiga merki sitt á forsíðu heimasíðu safnsins árlangt.  Gerðin á hvorki skylt við mútur né fépynd heldur er angi af íslenskri sveitamennsku - að vekja athygli á því sem vel er gert, leggja góðum málum lið, fræða og að halda uppi selskap.

 

Þetta árið er það Sláturfélag Suðurlands sem heiðursins nýtur, eins og sjá má. SS er eitt af öflugustu og merkustu fyrirtækjum íslenskra bænda sem mjög hefur mótað sögu landbúnaðarins á 20. öld.

 

Um fyrirtækið má lesa á heimasíðu þess www.ss.is sem satt að segja er með bestu heimasíðum íslenskra fyrirtækja sem gerast. Skoðið bara sjálf.

 

Sláturfélagi Suðurlands er óskað velgengni á árinu 2013 eins og á öðrum ókomnum árum.