6. mars 2013

Frá Torfa til traktoranna - Forntraktorafundur í Króksfjarðarnesi

Á þriðjudaginn kemur, 12. mars, verður haldinn forntraktorafundur að Vogalandi í Króksfjarðarnesi. Kl. 20.30 hefst hann. Að fundinum standa Fergusonfélagið og Landbúnaðarsafnið.

 

Þar munu þeir Sigurður Skarphéðinsson og Bjarni Guðmundsson segja sögur. 

 

Sigurður kynnir Fergusonfélagið og Bjarni spjallar um efnið Frá Torfa í Ólafsdal til traktora nútímans.

 

Nánar má sjá kynningu á fundinum hér.