1. apríl 2013

Fréttir af safninu berast til þegna Margrétar Þórhildar

 

Myrkvað nóvember-kvöld á liðnu ári kom forstjóri Vélfangs (www.velfang.is , hann Eyjólfur Pétur Pálmason, með danskan heiðursmann með sér til þess að kíkja á Landbúnaðarsafnið. Sá heitir Torben Larsen (Þorbjörn Lárusson) og starfar sem höfuðagent fyrir CLAAS hér á norðurslóðum (www.claas.com ).

 

Afar geðþekkur maður, Torben, og áhugasamur. Á sjálfur drjúgt safn forndráttarvéla og er mikill kunnáttumaður á því sviði.

 

 

Það var afar gaman og fróðlegt að fá þá félaga í heimsókn og skröfuðum við því lengi um vélar, merki, tegundir og sögu.

 

Heim kominn stakk Torben niður penna og skrifaði grein í safnaðarblað þeirra forndráttarvélaáhugamanna á Jótlandi.

 

Greinin fylgir hér með fyrir þá sem vilja nú rifja upp það fallega mál, dönsku, sem er afar auðlesin, sérstaklega þegar textinn fjallar um efni sem maður hefur áhuga á.

 

Og nú stendur bara út af að endurgjalda heimsókn þar út á Jótland og kíkja í skálana hjá Þorbirni. Við vekjum athygli á heimasíðu klúbbsins þar www.mtkj.dk til frekari fróðleiks...

 

Á Jótlandi er raunar margt fleira að sjá í þessum efnum.

 

Eyjólfi og Þorbirni þökkum við komuna.