26. apríl 2013

Flugbrautajárn - Bretajárn

 Jæja, gleðilegt sumar og þökk fyrir veturinn, þótt fráleitt sé hann horfinn.

Að þessu sinni er umdræðunni snúið að þingi sem víða á bæjum þótti vera, og hér fylgir mynd af.  

 

Það eru flugbrautajárnin - Bretajárnin - eða hvað þessi götuðu, samankrækjanlegu járn voru nú annars kölluð.

 

Þetta voru járn sem framleidd voru í tonnavís til þess að útbúa flugbrautir á erfiðu landi, þannig að herir gætu betur athafnað sig.

 

Urmull þessara járna barst til Íslands. Þegar friður komst á og um hægðist voru ekki lengur not fyrir öll þessi járn. Tóku þau þá að dreifast um landið í ýmsu skyni.

 

Bændur tóku Bretajárnunum báðum höndum. Þau voru upplögð í léttari brýr yfir læki og vilpur, og til var að heilar fjárréttir væru reistar úr þeim, svo aðeins fátt eitt sé nefnt.

 

Nú langar mig að talfæra tvennt:

 

A. Gaman væri að fá frásagnir um viðskipti með og notkun þessara merkilegu járna, svo fá megi nokkra hugmynd um notagildi þeirra í búskap og skyldum störfum hér áður fyrr. (Þið hafið póstinn minn og símanúmer safnsins hér að neðan).

 

B. Fyrir fáeinum árum bauð maður einn safninu alheil Bretajárn, en heimsíðungur var svo óforsjáll að sækja þau ekki strax eða skrá hjá sér nafn þessa heiðursmanns - Hann var þó Kjósverji, að mig minnir. 

 

Ef hann les þetta eða annar sem ræður yfir svo sem tveimur heilum járnum vildum við gjarnan leita samninga um safnnot járnanna !?!  Viðkomanda bíður virðing og þakklæti safnsins en engin greiðsla ... 

 

 

Með þökkum og góðri kveðju

 

Bjarni Guðmundsson

bjarnig@lbhi.is

844 7740