30. maí 2013

Ný bók í vændum

Boðuð er koma bókarinnar Frá hestum til hestafla. Sú bók er þriðja í röð bóka um verkháttabreytingar í sveitum á 20. öld.

 

Er þá spannað tæknitímabilið frá algengustu hestaverkfærum og fram á tíma Ferguson og annarra heimilisdráttarvéla.

 

Um hina nýju bók má annars lesa á síðunni http://www.uppheimar.is/verslun/product.asp?ID=265 þar sem einnig er hægt að leggja inn pöntun á henni.

 

 

Brátt mun líka birtast krækja hér á vinstri hlið síðunnar sem leiðir til pöntunarforms hjá bókaforlaginu Uppheimum, er gefur bókina út - og sérverðs sem þar gildir.