2. júlí 2013

Sláttuveður á Safnadegi á Hvanneyri?

Það er spáð einhverri rekju á Safnadegi, sunnudaginn 7. júlí. Smá væta skaðar engan, takið bara með ykkur góð regnföt og hlýlegan klæðnað - þá eru okkur allir engjavegir færir.

 

Verði rakt í rót verður bara betra að slá. Ykkur er velkomið að kippa með ykkur orfi og ljá - Þá geturm við komið á jafningjafræðslu - örnámskeiði - í slætti með orfi á einum greiðfærustu slægjulöndum landsins, jafnvel slegið þrælaslátt.

 

Og síðast en ekki síst - Kvenfélagskonur bjóða síðan rjúkandi heitt kaffi með vöfflum til sölu í Skemmunni góðu. . . sjá nánar um dagskrá í síðustu færslu . . .