4. júlí 2013

Kaupafólksganga um RAMSAR-svæði á Hvanneyri

 Á Safnadegi ætlum við að rölta Kaupafólksgöngu um nýja Ramsar-svæðið, þ.e. þann hluta þess sem liggur niður undan Hvanneyri.

 

Um Ramsar-sáttmálann og svæðið, sem um ræðir, má nánar fræðast á http://www.ramsar.org/cda/en/ramsar-news-archives-2013-iceland-three/main/ramsar/1-26-45-590%5E26132_4000_0__

 

Við ætlum í stutta einskonar "pílagrímagöngu" þar sem farið verður í spor kaupafólks á Hvanneyri - og þess vegna í lágsveitum Borgarfjarðar - frá framanverðri síðustu öld.

 

Allir velkomnir. Munið bara góð útiföt og skófatnað sem þolir dögg og göngu í hávöxnum gróðri...