23. júlí 2013

Þekkir þú staðinn? Þekkir þú hlöðuna?

 Ja, nú er verkefnið ekki auðvelt. Karl, sonur Ágústs Jónssonar frumkvöðuls súgþurrkunar á heyi hérlendis, sendi okkur meðfylgjandi ljósmynd.

Myndin er líklega tekin á árunum 1944-1950. Hún sýnir nýsmíðað "íslenskt" súgþurrkunarkerfi þeirrar tíðar.

 

Myndin er ein sárafárra slíkra sem til eru, eiginlega sú eina sem heimsíðungur hefur séð.

 

Nú er spurningin hvort einhver kannist við hina sérstæðu glugga-/hlöðuop þannig að greina megi hvar myndin kunni að hafa verið tekin ? ? ?

 

Miðað við frásagnir heimilda frá þessum árum gætu hér komið til álita staðir eins og Vífilsstaðir, Reykir í Mosfellssveit og Gróðrarstöðin á Akureyri.

 

Hafði endilega samband ef þig hafið rökstuddan grun um staðinn.

 

Karli Ágústssyni er hins vegar þökkuð hugulsemin að færa safninu þessa merkilegu ljósmynd . . .