26. ágúst 2013

Nýja bókin tekin að berast áskrifendum

Jæja, þessa dagana er nýja bókin, Frá hestum til hestafla, að berast áskrifendum, þeim sem keypt hafa bókina í forsölu. Bókin mun fara í almenna dreifingu í næsta mánuði.

 

 

Þeim sem ekki vilja bíða eftir almennri bóksölu er bent á www.uppheimar.is - heimasíðu forlagsins þar sem panta má bókina og fá hana senda um hæl.

 

Forlagið hefur látið útbúa sérstaka öskju utan um bækurnar þrjár: Frá hestum til hestafla - Alltaf er Farmall fremstur - . . . og svo kom Ferguson.

 

Um er að ræða snotra og afar vandaða öskju sem fáanleg verður í mjög takmörkuðu upplagi.

 

Bókin og askjan verða einnig til sölu í Landbúnaðarsafni þegar fram undir göngur og réttir kemur, þar sem höfundur er alveg til í að árita hana... 

 

Tekið skal fram að Landbúnaðarsafn Íslands nýtur meginhluta hugsanlegs ábata af sölu þessarar bókar rétt eins og hinna tveggja.