24. september 2013

Útgáfuhóf og kynning í Árbæjarsafni

Fréttatilkynning frá Uppheimum (www.uppheimar.is )

 

Fimmtudaginn 26. september nk. kl. 14.00 verður haldin kynning í Árbæjarsafni með útgáfuhófi á nýrri bók Bjarna Guðmundssonar, Frá hestum til hestafla.

 

Einnig verður kynnt heildarsafn Bjarna um vélvæðingu íslensks landbúnaðar, sem nú er komið út í veglegri öskju undir samheitinu Vinnur meira vit en strit.

 

 

Á kynningunni í Árbæjarsafni mun höfundur lesa (og jafnvel syngja) úr bókinni, gamlir „landbúnaðarjeppar“ verða á staðnum og boðið verður upp á kaffi og heimasteiktar kleinur.

 

Bækur Bjarna verða boðnar á tilboðsverði meðan á viðburðinum stendur og höfundur áritar fyrir þá sem þess óska.

 

Merku ritverki Bjarna um þetta efni er nú lokið í þremur bókum; … og svo kom Ferguson, Alltaf er Farmall fremstur og Frá hestum til hestafla.

 

Af því tilefni hefur safnið verið gefið út í viðhafnarútgáfu í öskju. Upplag er afar takmarkað, aðeins 100 eintök, sem öll eru tölusett og árituð af höfundi.

 

Verið velkomin í Árbæjarsafn á fimmtudaginn klukkan tvö.