28. september 2013

Sjónvarpsfrétt um bókina Frá hestum til hestafla

Að þessu sinni ætlum við í hógværð okkar (!) að benda á vefslóð þar sem fjallað er ögn um bókina Frá hestum til hestafla - þ.e. úr útgáfuhófinu sem útgefandinn, Uppheimar, gekkst fyrir á fimmtudaginn var í Árbæjarsafni:

http://www.ruv.is/frett/fra-hestum-til-hestafla

 

Um leið þakka ég þeim góðu mönnum sem lögðu til "proppsið" eins og Gísli Einarsson fréttamaður kallaði forn-jeppana þrjá og Ferguson-dráttarvélina, "leikmunina" sem við sögu koma í fréttinni. Það voru nokkrir af velunnurum Landbúnaðarsafnsins sem það gerðu.