28. október 2013

Meira um vindrafstöðvar

Sá fyrsti sem brást við fyrirspurn okkar um vindrafstöðvar, sbr. næsta pistli hér á undan, skrifaði m.a.:

 

"Þegar ég man fyrst eftir mér var "rella" í ........., blýkaplar um allt hús í "rússneskar ljósakrónur".

 

Frekar eru þær minningar lítið skemmtilegar. Jafnvindi er sjaldgæft í ..... og í norðlægum áttum koma sviptivindar úr öllum áttum. Geymarnir lélegir og "rellan" bilanagjörn.  

 

Sennilega lögð niður endanlega um eða fyrir 1955.

 

Vindrafstöðvar voru á nokkrum bæjum, en lítið þekkti ég til annarra. Þær voru flestar 12 V. en ég heyrði að 6 V rellurnar hefðu verið betri, eitthvað snúið sér undan í hvössu."

 

Við hvetjum þá sem enn muna þessa tækni til þess að senda okkur línu.