4. nóvember 2013

Borgfirska flæðiengjaritið aðgengilegt á Netinu

Tilkynnist hér með að Engjaritið svonefnda: Nýting flæðiengja í Borgarfirði - verkhættir og vinnubrögð á 20. öld er nú aðgengilegt hér á síðu safnsins .... Undir Plógur hér til vinstri á síðunni og þar undir a-deild.

 

Í ritinu er greint frá rannsókn sem gerð var undir stjórn Ragnhildar Helgu Jónsdóttur land- og umhverfisfræðings og á vegum Landbúnaðarsafns og Veiðiminja- og sögusafnsins í Ferjukoti.

 

Skýrslan, sem er nr. 1 í Plógi - Ritröð Landbúnaðarsafns Íslands, kom út í takmörkuðu upplagi vorið 2012 en er nú gerð aðgengileg öllum.

 

Skýrslan hefur vakið mikla athygli á merkum þætti í sérstæðri landnýtingu í Borgarfirði og horfnum verkháttum þar. Finna má hliðstæður í öðrum héruðum, hverjar þó með sín séreinkenni.

 

Síðan skýrslan kom út hafa ýmsar ábendingar borist um nýtingarhættina, og skýrslan hefur hvatt til umræðu um og beint áhuga margra að þeim verðmætum sem engjalönd þessi voru og eru.