14. nóvember 2013

Fjölmennur fundur í Miðgarði

Svo sem lesendur síðunnar hafa vart komist hjá að leggja merki til efndi safnið í samvinnu við Ferguson-félagið til kynningar-, fræðslu- og skemmtifundar að Miðgarði í Innri-Akranesshreppi  í fyrrakvöld 12. nóvember.

 

Til fundar kom hálfur fimmti tugur áhugasamra gesta - víða að. Frá fundinum er sagt á síðu Ferguson-félagsins  www.ferguson-felagid.com Kíkið endilega á hana, þar eru myndir og prýðileg frásögn af fundinum.

 

Félagsheimilið Miðgarður er með notalegustu félagsheimilum landsins bæði innra og ytra. Ekki spillti að Ingimar Magnússon og somur hans Magnús höfðu komið með tvær forkunnar fagrar Ferguson-dráttarvélar sínar og stillt þeim upp við anddyri félagsheimilisins, sjá myndir á áðurnefndri síðu.

 

Gengu fundarmenn því um eins konar "grágullið hlið" á leið sinni til fundarins.

 

Tækifærið var notað og bókin Frá hestum til hestafla kynnt, seld og árituð. 

 

Heimsíðungur þakkar Ferguson-félaginu fyrir samstarfið að fundinum, sem og þeim er hann undirbjuggu, Ingimari og félögum.