4. desember 2013

Á fundi hjá Ferguson-félaginu

Í gærkvöld fékk heimsíðungur að kynna bók sína, Frá hestum til hestafla, á fjölmennum fundi í Ferguson-félaginu. Fundurinn var haldinn í sal verkfræðistofunnar Efla við Höfðabakka í Reykjavík.

 

Sagt var frá tilurð bókarinnar og lesnir kaflar úr henni. Mikið var líka spjallað yfir ljómandi góðum veitingum undir stjórn Sigurðar formanns Skarphéðinssonar.

 

Ferguson-félagið hefur verið Landbúnaðarsafni og heimsíðungi afar hjálplegt í mörgu. Þann stuðning þökkum við og metum að verðleikum.

 

Klausu þessari fylgja nokkrar myndir sem Sigurður formaður tók á fundinum en heimsíðungur hnuplaði til birtingar hér, hér og hér.