2. janúar 2014

Fjallað um safnið í erlendum blöðum

Gleðilegt á og þökk fyrir það gamla.

´

Nokkuð er um það að erlendir blaðamenn heimsæki Landbúnaðarsafn og fjalli um safnið í fjölmiðlum sínum.

 

Á liðnu hausti birtust t.d. rækilegir pistlar í tveimur norskum búnaðarblöðum, Norsk landbruk og Magasinet Traktor.

 

Efnismeðferð beggja blaðanna er skemmtileg: mjög nákvæm, studd mörgum litljósmyndum úr safninu og svei mér ef við getum ekki bara verið montin yfir fallegum orðum sem þar falla um safnið og gripi þess, m.a. segir að safnið sé "proppfullt av godbiter for enhver veterantraktorentuiast".

 

Bráðlega mun síðan birtast grein um safnið í finnska tímaritinu Koneviesti, en tíðindamaður þess kom í safnið á liðnu sumri. Við höfum ekki hugmynd um hvað Koneviesti þýðir en víst er um það að á kaffistofu BÚT á Hvanneyri er rifist um blaðið í hvert skipti sem það kemur.  Skilur þó enginn þar orð af texta þess.