6. janúar 2014

Ungir Borfirðingar heimsækja safnið

íÍ dag, á þrettándanum 2014, heimsóttu safnið um það bil 70 ungir Borgfirðingar.

 

Á ferð voru nemendur 1.-4. bekkjar Grunnskóla Borgarfjarðar, úr skóladeildunum að Varmalandi, Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri. Var þetta liður í reglulegu innra kynningarstarfi skólans.

 

Var ekki annað að sjá en að vel færi á með hópnum, sem var hress og fjörugur, og bjartsýnn auðsýnilega á hið nýbyrjaða ár.  Það voru gömlu dráttarvélarnar sem mesta lukku vöktu, sem og spurningar.

 

Við þökkum hinum ungu gestum kærlega fyrir komuna.

 

Á myndinni er það Helga Svavarsdóttir deildarstjóri Hvanneyrardeildar Grunnskólans sem spjallar við nemendurna.