9. janúar 2014

Rauðavatnsgirðingarritgerð

Þessi erra-tungubrjótandi titill er birtur hér til þess að minna á að nýlega höfum við Jón Geir Pétursson (sjá mynd) birt ritgerð um stórmerkilega girðingu sem reist var við Rauðavatn austan Reykjavíkur í byrjun síðustu aldar.

 

Hlutverk girðingarinnar var að hlífa gróðrarstöð (planteskole) sem þar var reist. Framkvæmdin þótti nývirki á þeirri tíð, og svo vel unnin að sumt af henni stendur enn í dag óhaggað, meira en hundrað árum seinna.

 

Ritgerðin birtist í Skógræktarritinu 2013 (2). Margir lesendur síðunnar þekka ritið eflaust en öðrum er bent á að kynna sér það.

 

Ritið, sem er mjög vandað að öllum frágangi, flytur helstu tíðindin af skógrækt hérlendis og er gefið út af Skógræktarfélagi Íslands (www.skog.is ).