3. febrúar 2014

Landbúnaðarsafn vantar gömul útihúsarafljós

Þessar vikurnar er verið að búa Halldórsfjós á Hvanneyri undir komu Landbúnaðarsafnsins þangað.

 

Nú erum við að svipast um eftir rafljósastæðum eins og brúkuð voru hér áður fyrr meir í gripahúsum, t.d. álika og sjást á meðfylgjandi mynd sem tekin var í Hvanneyrarfjósi árið 1937.

 

Allar gerðir koma þó til álita, enda séu ljósastæðin heil.

 

Megum við biðja ykkur, sem kynnuð að geta aðstoðað, að hafa samband við rafvirkjameistarann okkar, hann Arnar Hólmarsson á Hvanneyri, hann hefur símann 861 3515 og tölvupóstinn arnarh@vesturland.is