21. mars 2014

Hvaða verkfæri er þetta?

 

Úr búi mývetnsks höfðingja sem ól allan starfsaldur sinn í Borgarfirði voru safninu færðir nokkrir ágætir gripir á dögunum.

 

Meðal gripanna var verkfærið sem myndin er af.

 

Okkur hefur ekki tekist að greina áletrun sem á því er.

 

Hér virðist um fastan lykil að ræða, líklega lykil sem fylgt hefur einhverju verkfæri eða vinnuvél, sennilega hestaverkfæri.

 

Skaft verkfærisins er alllangt eins og myndin gefur til kynna og á endanum sem niður veit á myndinni virðist vera "topplykill" - á ferkantaðar rær, nú ellegar festing fyrir lykilinn. Áður fyrr voru þeir oft hengdir á vinnuvélina svo auðvelt væri að grípa til þeirra.

 

Kannast einhver við verkfærið og hvaða vinnuvél það kann að hafa tilheyrt? 

 

Tillögur eru vel þegnar á bjarnig@lbhi.is

 

Bestu þakkir