31. mars 2014

Hleðslumeistari að störfum

Við sögðum frá því um daginn að Unnsteinn Elíasson steinhleðslu-meistari á Ferjubakka væri að leggja safninu lið. Heimsíðung langar til þess að bregða hér upp mynd af Unnsteini þar sem hann er að leggja síðustu hönd á skemmuvegg sem verður hluti hinnar nýju sýningar.

 

Unnsteinn hefur líka lokið við að hlaða eldsmiðju sem þar á að vera - minnandi á þá tíma er kynda þurfti upp smiðju á hverjum degi til þess að dengja ljái.

 

Til verksins þurfti mikið af viðarkolum sem jafnan voru unnin úr því er innlendir skógar gáfu af sér.

 

Unnsteinn er mikill listamaður í meðferð grjóts og fær það til þess að leggjast með undra snotrum og haganlegum hætti; stækkið myndina til þess að sjá handverkið! Þess munu væntanlegir gestir sýningarinnar líka fá að njóta.