7. maí 2014

Lykill fundinn að lykli

Það er gott er að eiga glögga að: 

 

Fyrir nokkru spurðum við um áhald sem safninu hafði borist að gjöf en við gátum ekki komið fyrir okkur til þess að bera kennsl á. Virtist þó vera e-s konar lykill:

 

Lykill leit svona út, sjá mynd t.v.:

 

Nú hefur okkur borist lausn gátunnar, sbr. eftirfarandi tölvubréf:

 

"Sæll Bjarni

Fyrir nokkru síðan sá ég mynd af allsérstæðu verkfæri sem safninu hafði áskotnast.  Sjá  frétt hér:  http://www.landbunadarsafn.is/frettir/nr/185547/

Svo var ég að þvælast á ebay í kvöld og rakst á þetta hér : http://www.ebay.com/itm/ORIGINAL-FARMALL-TRACTOR-WRENCH-STAMPED-1059B-IH-INTERNATIONAL-HARVESTER-WRENCH-/261467889658?pt=LH_DefaultDomain_0&hash=item3ce0b35ffa

Þetta er auðvitað ekki eins og verkfærið sem þú hefur undir höndum en þetta kom mér á slóðina, og eftir nokkra leit þá fann ég þetta hér:

http://www.etsy.com/uk/listing/166783814/sale-international-harvester-p1599-12-in?ref=market

Verkfærið er kallað "Tractor wrench" og tilheyrði þetta International Harvester framleiddum nítjánhundruð fjörtíuogeitthvað. Líklega hestasláttuvél.

Hér er svona verkfæri til sölu á ebay: http://www.ebay.ca/itm/Vintage-Carriage-Wagon-Wheel-Y-Wrench-International-Harvester-P199-Square-Hubs-/400696996019?pt=LH_DefaultDomain_0&hash=item5d4b66f0b3

En þetta eintak er í mun verra ástandi en það sem þið eigið.


Þetta er mín tillaga varðandi þetta verkfæri, en kanski voruð þið löngu komnir með líklegri tillögu.


Kv.
Snjólfur Eiríksson
Grenigrund 13
Akranesi"

 

Hér er því við að bæta að við höfðum með góðum vilja getað lesið IHC-merkið steypt í lykilinn, en steypan á merkinu er svo gróf og merkið smátt að hér var allt eins um ágiskun að ræða.

 

Hugsanlegt er að lykillinn hafi fylgt hestasláttuvél frá IHC, eins og Snjólfur telur, ef til vill á stríðsárunum seinni þegar erfiðara varð um útvegun Herkúlesar frá Svíþjóð, sem mestra vinsælda naut. .

 

En varðandi gripinn sjálfan er athyglisvert það sem á einni síðunni stendur að hér fari verðmætur safnaragripur - enda kostar hann nær 22 bandaríkjadali í kaupfélagi E-Buys...

 

Svo þökkum við Snjólfi fyrir áhugann og aðstoðina.